Winter Wonderland & Ísland Winner sýning HRFÍ 30.nóv 2025

Um síðustu helgi fór fram síðasta sýning ársins og það var hinn finnski Perttu Ståhlberg sem dæmdi eina bretoninn sem mætti í dóm að þessu sinni.Hraundranga AT Ísey Lóa var sýnd af Guðjóni í vinnuhundaflokki og fékk Excellent. Við óskum Ísey og Guðjóni til hamingju með dóminn og hlökkum til að sjá fleiri Bretona mæta […]

Alþjóðleg sýning HRFÍ 4.-5.10.25

Nú um helgina fór fram alþjóðleg sýning HRFÍ og að þessu sinni var dómarinn frá Ungverjalandi, György Tesics. Tveir bretonar mættu í dóm á laugardeginum hjá György og voru það Hrímlands HB Bangsi og Hraundranga AT Ísey Lóa. Það er alltaf gaman þegar nýjir bretonar koma í dóm en Bangsi var að mæta á sína […]

Veiðipróf Norðurhunda 27.-28.09.25

Veiðipróf Norðurhunda var haldið norður á Vaðlaheiði í góðu veðri dagana 27.-28. september og dómari var að þessu sinni Svafar Ragnarsson. 5 bretonar voru skráðir í prófið og tóku þátt báða dagana í opnum flokki, Hraundranga Assa, Ísey, Mói og Ugla og Tindur De la Riviere Ouareau. Það var virkilega fallegt á heiðinni báða dagana […]